Vörulýsing
UM KIDS RIDE SHOTGUN LÚFFURNAR
- Hannaðar fyrir börn á aldrinum 2-5 ára (ein stærð)
 - Henta með öllum Shotgun sætum og handföngum
 - 3M Thinsulate einangrun fyrir allt að -30°C
 - Vatnsheldar (10.000 mm) og anda vel (5.000 gm)
 
UPPSETNING OG NOTKUN
- Þær eru festar við handföngin frá Shotgun eða beint við stýrið á hjólinu þínu
 - Ekki er hægt að nota bremsurnar eða gírana á hjólinu með lúffunum
 - Opið á þeim er breitt svo að hanskar og úlpuermar komast inn fyrir
 - Lúffurnar eru stífar og haldast opnar svo litlu hendurnar komist auðveldlega inn
 - Þú festir lúffurnar með því að vefja neðri flipanum undir stöngina og þeim efri yfir hana. Svo festir þú efri flipann við þann neðri með franska rennilásnum. Ekkert mál!
 
NÁNARI UPPLÝSINGAR
- Ytri skel: 100% Ripstop pólýester
 - Einangrun: 100% 3M Thinsulate
 - Fóður: 100% pólýester flísefni
 - Vatnsheldni: 10.000 mm (vatnsheldir saumar)
 - Öndun: 5.000 gm
 - Þvottaleiðbeiningar: Þvoið í höndum / hengið til þerris
 
				
































 