Ábyrgð
- Öllum TREK hjólum fylgir lífstíðarábyrgð af stellum og tveggja ára ábyrgð af öllu öðru sem ekki telst til slits.
- Tveggja ára ábyrgð, gegn framleiðslugöllum, er á öllum vörum að undanskildum stellum á reiðhjólum.
- Innifalið í kaupum á reiðhjóli er frí upphersla, smurning og stilling á bremsum og gírum, einu sinni innan tveggja mánaða frá því hjólið var keypt.
Netverslun
- Aukahlutir sem verslaðir eru með reiðhjólum í netverslun koma ásettir á hjólið kaupanda að kostnaðarlausu.
- Netverslun birtir með fyrirvara upplýsingar um verð, birgðastöðu, liti á vörum, stærðir og aukahluti sem fylgja hjólum inni í verði. Ef viðkomandi vara er ekki til verður haft samband við kaupanda og fundin lausn.
- Afgreiðslutími er 1-2 sólahringar frá því að pöntun er móttekin og greidd. Þá er vörunni komið á flutningsaðila. Örninn ber ekki ábyrgð á seinkun eða tjóni hjá flutningsaðila.
- Allur flutningskostnaður er á kostnað kaupanda nema annað sé tekið fram.
- Við bendum á að hámarks skaðabætur hjá Póstinum eru 22.500 kr. svo ef um verðmætari sendingar er um að ræða mælum við með því að tryggja þær sérstaklega. (Birt með fyrirvara um verðbreytingar hjá Póstinum)
Skilaréttur
- Kaupandi hefur 14 daga, frá kaupdegi, til þess að skila eða skipta vöru gegn framvísun kvittunar í verslun okkar. Kaupandi greiðir sendingarkostnað ef senda þarf vöru aftur til okkar. Vöru skal skila í upprunalegum umbúðum og ástandi. Flutningskostnaður, ef við á, er ekki endurgreiddur.
- Tilboðs- og afsláttarvörum í verslun og netverslun er ekki hægt að skila né skipta.
Trúnaður
- Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um að allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp verði ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
- Skilmálar þessir eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur.
Afhending
Pantanir reynum við að afgreiða, og koma á flutningsaðila, innan við 24 klukkustundum eftir staðfestingu á pöntun. Sé varan ekki til á lager verður haft samband og tilkynnt um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Öllum pöntunum er dreift af Dropp og Póstinum og gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Dropp og Póstsins um afhendingu vörunnar. Ef annar flutningsaðili er notaður að óskum kaupanda gilda sömu skilmálar. Örninn Golfverslun ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði varan fyrir tjóni frá því varan er afhent flutningsaðila er tjónið á ábyrgð kaupanda.
Sendingarkostnaður
Dropp og Pósturinn
Við bjóðum upp á fastan sendingarkostnað í netverslun með Dropp og Póstinum. Með því að velja vörur í körfu bætist við sendingarkostnaður ef óskað er að fá vörurnar sendar. Við áskiljum okkur þann rétt að hafa samband við kaupanda ef einhverjar villur kunna að koma upp varðandi útreikning á sendingarkostnaði og leiðrétta ef útreikningur hefur ekki komið rétt út. Við pöntun á stærri og rúmfrekum vörum gerum við kaupanda tilboð í sendingarkostnað símleiðis eða í gegnum tölvupóst.
Fastur sendingarkostnaður er á reiðhjól hvert á land sem er eða 3.990 kr og 5.990 fyrir rafhjól.
Póstbox
Ef ekki er tekið fram hvaða póstbox óskað er eftir að fá pöntun senda þá sendum við í það póstbox sem er næst viðskiptavini. Ef póstbox er valið og pöntun passar ekki í boxin hjá Póstinum þá verður varan send á næsta pósthús. Skoða hvaða Póstbox Pósturinn býður upp á.
Droppstaðir og heimsendingar með Dropp á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni
Ef pantað er fyrir kl. 12.00 þá fara pantanir í dreifingu með Dropp, pantanir eftir kl. 12 fara í gang daginn eftir (virka daga):
- tilbúnar á Droppstöðum á höfuðborgarsvæðinu kl. 17 sama dag
- tilbúnar næsta virka dag utan höfuðborgarsvæðisins
- heimsendar sama dag á milli 18-22 alla virka daga
Örninn hjól ehf.
Faxafen 8
108 Reykjavík
S. 588-9890
VSK NR: 84101
orninn@orninn.is