Vörulýsing
UNBROKEN® RTR REAL-TIME RECOVERY.
Einfaldasta leiðin til að útskýra Unbroken® RTR í einu orði er „vöðvanæring“. Unbroken® RTR er unnið úr ferskum laxi og 100% náttúruleg vara án nokkurra aukaefna.
Unbroken® RTR er formelt þannig að líkaminn eyðir nær engri orku í að skila því í gegnum meltingaveginn, út í blóðrásina og þaðan í endurheimt líkamans. Það byrjar að virka á 5-10 mínútum frá því að það er innbyrt.
Inniheldur Unbroken® RTR: 25 mismunandi amínósýrur (frjálsar og stutt peptíð, BCAA og Kreatín AA) m.a. allar lífsnauðsynlegu amínósýrurnar og 11 mikilvæg vítamín, steinefni og sölt (electrolytes). Þessi samsetning aminósýra, sink, selens og B12 vítamíns hefur m.a. sýnt fram á eflingu ónæmiskerfisins.