Skip to main content
search
0

Forpöntun á reiðhjólum 2021

Kæri viðskiptavinur,

Eins og flestum er orðið kunnugt hefur verið mjög erfitt að fá reiðhjól framleidd í heiminum í dag og hefur tregi á flutningsleiðum ekki hjálpað til. Við höfum staðið í ströngu síðastliðnar vikur að halda ferlinu gangandi og standa við afhendingartímabilið 15. maí til 15. júní sem við lögðum með í upphafi, um miðjan apríl.

Nú eru sendingar að nálgast landið og vildum við láta þig vita að við erum hér enn. Erfitt hefur verið fyrir okkur að svara símanum þar sem spurningar brenna á vörum margra þessa dagana. Ekki hika við að hafa samband við okkur ef þú hefur einhverjar spurningar eða vantar að vita í hvaða sendingu hjólið þitt er, best er að gera það í gegnum Fésbókarspjallið eða senda tölvupóst á orninn@orninn.is.

Við bendum einnig á að ef einhverjar dagsetningar breytast þá uppfærum við þessa síðu. Við krossum fingur um að eftirfarandi dagsetningar standist og vonum að þú farir hjólandi inn í sumarið sem fyrst ✌️

Ef þú hefur tryggt þér hjól í forpöntun getur þú séð hvenær það er væntanlegt í listanum hér fyrir neðan.

ATH. Dagsetning er birt með fyrirvara og miðast við að hjólið sé að lenda í húsi hjá okkur, þá á eftir að setja hjólið saman, stilla og setja á það aukahluti ef þú verslaðir þá með. Vinsamlega hinkraðu eftir SMS-inu ✌️

(Síðast uppfærður 7. júlí)

Afgreidd / Sending 5 – Væntanleg í hús 7. júlí / Komin í hús – Vinsamlega sækja sem fyrst 🙂

 • Marlin 5 – X-Large, seinni hluti
 • Marlin 5 – Small (Verslað eftir 1. maí)
 • Marlin 5 WSD
 • Marlin 6
 • Marlin 7
 • X-Caliber 7 – Large & X-Large
 • Verve 2 Low Disc

Afgreidd / Sending 4 – Væntanleg í hús 30. júní / Komin í hús – Vinsamlega sækja sem fyrst 🙂

 • Precaliber 16″
 • Precaliber 20″ fótbremsa
 • Precaliber 20″ 7 gíra
 • Marlin 4
 • Marlin 5 – Medium, Large og hluti af X-Large
 • X-Caliber 7 – Medium
 • FX 2 Disc

Afgreidd / Sending 2 – Væntanleg í hús 15. júní / Komin í hús – Vinsamlega sækja sem fyrst 🙂

 • DS 1 WSD
 • DS 2
 • DS 3
 • FX 3 Disc
 • Verve 2 Disc, LowStep
 • Marlin 5 – X-Small & Small (Verslað fyrir 1. maí)
 • Marlin 6 WSD
 • Marlin 7

Afgreidd / Sending 3 – Væntanleg í hús 8. júní / Komin í hús – Vinsamlega sækja sem fyrst 🙂

 • Marlin 4
 • Marlin 6
 • FX 2 Disc
 • FX 2 Disc WSD
 • Precaliber 24″ 8 gíra með dempara

Afgreidd / Sending 1 – Væntanleg í hús 26. maí / Komin í hús – Vinsamlega sækja sem fyrst 🙂

 • FX 1
 • FX 1, LowStep
 • DS 1
 • DS 2 WSD
 • Marlin 5 – Medium & Large (Verslað fyrir 6. maí)
 • Marlin 5 WSD – Medium & Medium/Large

Við biðjumst velvirðingar á þeirri töf sem nú þegar hefur orðið. En þú getur treyst á það að við erum að gera okkar allra besta til þess að þú fáir hjólið þitt í hendurnar sem fyrst. Upplýsingar um sendingarnar okkar hafa undanfarnar vikur verið að breytast dag frá degi. Líkur eru á að þú hafir fengið uppgefna dagsetningu við kaupin sem ekki stóðst þar sem afhendingardagar hafa breyst reglulega undanfarið og valdið misskilningi. Ef þú hefur ekki áhuga á því að bíða með okkur þá stendur þér til boða að fá endurgreitt hvort sem þú kemur í verslunina til okkar eða sendir okkur tölvupóst á orninn@orninn.is. Vissulega vonum við að þú skiljir okkar hlið í þessu ástandi og bíðir með okkur.

Þinn, Örninn.

Close Menu