Örninn er innflutnings-, heildsölu- og smásölufyrirtæki, sem skiptist í fjórar aðaldeildir: Reiðhjóladeild, þrektækjadeild, golfdeild og barnavörur.

Örninn hefur starfað frá árinu 1925 og er fyrirtækið stöðugt í fararbroddi með höfuðáherslu á allt það nýjasta og ferskasta á hverjum tíma. Örninn býður upp á bestu og hagkvæmustu kaupin og verslar eingöngu með leiðandi merki í hverri grein.

Örninn býður upp á alla faglega þjónustu og er því með mikið úrval fylgi- og varahluta ásamt allsherjar viðgerðaþjónustu fyrir allar tegundir reiðhjóla, þrektækja, golfkerra og barnavagna. Einnig fylgir frí yfirferð á reiðhjólum með kaupunum, einu sinni innan sex mánaða frá kaupdegi.

Örninn býður alla velkomna í verslunina við Faxafen 8 á opnunartímum hér neðst á síðunni.

ATH! Panta þarf tíma á verkstæði áður en komið er með hjólið, hægt er að panta tíma á verkstæði alla virka daga í síma 588-9890 eða í gegnum heimasíðuna.

Ef það eru einhverjar spurningar eða séróskir ekki hika við að hafa samband með því að smella á “Hafa samband” neðst vinstra meginn á síðunni og velja viðeigandi aðila sem málið varðar.

TREK á götunni í meira en 40 ár!