Skilmálar

Örninn Reiðhjólaverslun ehf.

Faxafen 8
108 Reykjavík
S. 588-9890
F. 588-9894
VSKNR. 84101
Netfang: orninn@orninn.is

Öllum TREK hjólum fylgir lífstíðarábyrgð af stellum og tveggja ára ábyrgð af öllu öðru sem ekki telst til slits.

Netverslun birtir með fyrirvara upplýsingar um verð, birgðastöðu, liti á vörum, stærðir og aukahluti sem fylgja inn í verði. Ef viðkomandi vara er ekki til verður haft samband við kaupanda.

Afgreiðslufrestur er 1-2 sólarhringar frá því að pöntun er gerð. Þá er talað um að vörunni sé skilað af okkar hálfu til flutningsaðila. Við berum ekki ábyrgð á seinkun flutningsaðila.

Allar vörur flytjast á kostnað kaupanda með flutningsaðila nema að annað sé tekið fram og sendum við á næsta pósthús.

Tveggja ára ábyrgð er á öllum vörum að undanskildum stellum á reiðhjólum.

Innifalið í kaupum á reiðhjóli er frí upphersla innan sex mánaða frá því hjólið er keypt. Það er stilling á bremsum og gírum og smurning á hjólinu.

Aukahlutir sem pantaðir eru með reiðhjólum koma ásettir á hjólið kaupanda að kostnaðarlausu.