Kronborg Járnmaðurinn

18. september 2014 kl. 8:37 Rúnar Örn Rúnar Örn

Um helgina fór fram keppni í hálfum járnmanni í Danmörku, KMD Ironman 70.3 Kronborg. Keppnin er hluti af seríu þar sem keppt er um laus sæti á heimsmeistaramótinu í Austuríki 2015 (Zell am See-Kaprun, Austria 30. ágúst, 2015).

Rúnar Örn hefur keppt í öllum keppnum hér heima og hefur sýnt gríðarlegar framfarir og er orðinn einn besti þríþrautarmaður landsins. Það er erfitt að meta hversu góður árangur næst í keppnum hérlendis nema með því að fara út í alvöru mót og keppa við besta fólkið í greininni.

Margir mjög góðir þríþratuarmenn voru mættir til leiks í keppnnini í Danmörku og Rúnar gerði sér lítið fyrir og náði 2. sæti í sínum aldursflokki (25-29) og varð 6. í heildarkeppninni en þátttakendur voru um 800 talsins í karlaflokki. Tími Rúnars var 4 klst 12 mín og 25 sek sem er einni sekúndu betri tími en Hákon Hrafn náði á Íslandsmeistaramótinu í hálfum járnmanni í sumar. Með þessu vann Rúnar sér þátttökurétt á heimsmeistaramótinu á næsta ári en hann afþakkaði plássið þar sem hann er með önnur metnaðarfull plön fyrir næsta ár.

Rúnar synti 1900m á 29:35, hjólaði 90km á 2:17:50 (39,18 km/klst) og hljóp hálft maraþon á 1:19:23. Glæsilegur árangur hjá Rúnari og frábær endir á keppnistímabilinu.

Kölnar Járnmaðurinn

10. september 2014 kl. 16:52 Hákon Hrafn Sigurðsson Hákon Hrafn Sigurðsson

Um síðustu helgi fór fram hin árlega Kölnarþríþrautarhelgin (Carglass® Cologne Triathlon Weekend) í Þýskalandi þar sem keppt er í mörgun þríþrautarvegalengdum. Á föstudegi voru barna- og unglingakeppnir, á laugardegi var sprettþraut og ólympísk þraut og svo var heill og hálfur járnmaður á sunnudegi. Samtals voru um 3500 þátttakendur í öllum vegalengdunum. 

Hákon Hrafn tók þátt í heilum járnmanni (3,8km sund, 180km hjól og 42,2km hlaup) og náði frábærum árangri. Hann varð í 6. sæti í heildina á tímanum 9 klst, 2 mín og 36 sek sem er einn besti tími Íslendings sem náðst hefur í þessari vegalengd. Hann vann sinn aldursflokk og reyndar alla aldursflokka áhugamanna en það voru bara atvinnumenn fyrir ofan hann í fyrstu 5 sætunum. Hákon náði einnig 2. besta tíma allra þátttakanda á hjólaleggnum þegar hann hjólaði 180km á 4klst, 37 mín og 15 sek sem er um 39km/klst meðalhraði. Einungis sigurvegarinn í keppninni hjólaði hraðar og margir atvinnumenn í greininni urðu að sætta sig við að sjá bláa Trek SpeedConcept hjólið fara fram úr þeim. 

Í svona langri þraut er mjög auðvelt að eyðileggja hlaupahlutann með því að eyða of mikilli orku í hjólahlutanum og vera mjög þreyttur þegar hlaupið byrjar en Hákon var mjög ánægður með hvernig hjólið gekk og ástandið á líkamanum þegar hlaupið byrjaði. Sannarlega frábær árangur sem undirstrikar hversu hár standard er í keppnum hér innanlands.

Viðburðarrík vika að baki

18. ágúst 2014 kl. 22:42 Birna & Hákon. (Tekið af vef 3sh) Birna & Hákon. (Tekið af vef 3sh)

Síðasta vika var einstaklega viðburðarrík og sigursæl fyrir TREK lið Arnarins. Íslandsmeistaramótið í götuhjólreiðum fór fram fyrir viku en þá var hjólað frá Grindavík að Þorlákshöfn og tilbaka. Karlar hjóluðu 130 km og konur 85 km. Mikill hliðar-mótvindur gerði keppendum erfitt fyrir fyrri hluta kepnninnar. María Ögn hjólaði þessa keppni af öryggi og varð Íslandsmeistari í kvennaflokki. Guðbjörg vann 50+ flokk kvenna. Í karlaflokki varð Hafsteinn í 2. sæti, sjónarmun á eftir Ingvari sem varð Íslandsmeistari, Árni Már, Hákon og Rúnar urðu í 4., 5. og 6. sæti. Bjarki og Elli komu í næstu tveimur hópum á eftir.

Á miðvikudag fór Íslandsmeistaramótið í tímatöku fram á Krýsuvíkurmalbiki á hefðbundinni braut þar. Birna vann kvennaflokkinn þar nokkuð örugglega og varð Íslandsmeistari og María Ögn náði 3. sætinu. Í karlaflokki vann Hákon Hrafn á nýju brautarmeti sem hann náði af Hafsteini frá síðasta Íslandsmeistaramóti. Hafsteinn varð 2., Árni Már 4. og Rúnar Örn 5. TREK Speed Concept hjólin voru áberandi á þessu móti. Þetta var jafnframt síðasta bikarmótið í tímatöku og Hákon og Birna urðu bikarmeistarar með fullt hús stiga.

Í gær fór svo síðasta bikarmótið í götuhjólreiðum fram á nýrri braut en þá voru hjólaðir tveir hringir í kringum Þinvallavatn en hluti þeirrar leiðar er á möl. Hafsteinn setti góða pressu á keppinauta sína strax í byrjun og vann þessa keppni með yfirburðum. Rúnar Örn varð í 3. sæti en þeir hjóluðu báðir á TREK Domane hjólum sem henta gríðarlega vel í svona braut og bara almennt við íslenskar aðstæður. María Ögn vann kvennaflokkinn eftir skemmtilega keppni við Margréti Pálsdóttir. Hafsteinn og María Ögn urðu bikarmeistarar í götuhjólreiðum og því á TREK-Örninn alla bikarmeistara í götu- og tímatökuflokki.

Halldóra Gyða keppti í járnmanní í Kalmar á laugardaginn og kláraði þá þraut á 11klst, 44 mín og 11 sek sem er bæting hjá henni um 10 mínútur og hún náði 8. sæti í sínum aldursflokki (45-49) sem er frábær árangur.

Lagerhreinsun út ágúst

11. ágúst 2014 kl. 11:37

Við framlengjum júlí tilboðin út ágúst. Smelltu á tenglana fyrir neðan til að sjá hvaða hjól er um að ræða. Hjólin koma auðvitað að fullu samsett, í ábyrgð og frí upphersla fylgir.

TAKMARKAÐ MAGN í boði út ágúst - sumt er nú þegar orðið uppselt.
Women Special Design (WSD)

TREK Skye

White Black 19 og 21”

Verslunarmannahelgin

1. ágúst 2014 kl. 10:45

Lokað verður hjá okkur laugardaginn 2. ágúst og mánudaginn 4. ágúst.

Góða helgi :)

Kveðja, Starfsmenn Arnarins

Íslandsmót í Hálfum Iron Man

17. júlí 2014 kl. 16:19 Hákon Hrafn (Mynd Egill Ingi Jónsson) Hákon Hrafn (Mynd Egill Ingi Jónsson)

Um síðustu helgi fór fram íslandsmeistaramótið í Hálfum járnmanni sem er jafnframt lengsta þríþrautarvegalengdin sem keppt er í hérlendis. Keppendur byrja á því að synda 1900m í Ásvallalaug, hjóla síðan 90km á Krýsuvíkurvegi (6 ferðir þar sem snúið er við á keilu og á hringtorgi) og hlaupa að lokum hálft maraþon (21,1km) en hlaupið var í íbúabyggðinni á Völlunum í Hafnarfirði, 4 ferðir á hring sem var 5,3km. Þetta var í áttunda skipti sem keppt var í þessari vegalengd hérlendis og í það fimmta sem keppt var á þessari braut í Hafnarfirði. 

Tímar í svona keppni ráðast mikið af veðuraðstæðum þar sem þær geta haft mikil áhrif á hjólatímana. Að þessu sinni voru veðuraðstæður nokkuð góðar, hægur norðanvindur og örlítil úrkoma af og til. 

Í kvennaflokki var fyrirfram búist við mikill keppni milli Ölmu Maríu og Birnu Björns (Trek-Örninn) og í karlaflokki á milli Hákonar og Rúnars sem eru báðir í liði Arnarins. Birna og Hákon höfðu unnið keppnina síðustu 3 ár og áttu bæði titla og brautarmet að verja. Rétt fyrir keppni var hinsvegar ljóst að Birna gæti ekki verið með vegna veikinda og því minnkaði spennan aðeins í kvennaflokki. Alma María sigraði þar nokkuð örugglega á tímanum 4:57:49 (sund 35:08, hjól 2:36:06 og hlaup 1:45:07) og sló þar með brautarmet Birnu. 

Í karlaflokki voru Rúnar og Hákon saman á sundbraut og syntu saman (skiptust á að leiða) og kláruðu sundið á 29:45. Á hjólaleggnum var fljótlega ljóst að báðir myndu fara undir gamla brautarmetinu en þeir voru báðir að hjóla mjög vel á nýju Trek Speed Concept hjólunum og lokatími Hákonar var 2:15:22 en vegalengdin mældist 90,5km og því var meðalhraðinn rétt yfir 40km/klst. Rúnar var tæpum fjórum mínútum lengur með hjólalegginn en vitað var að hann væri sterkari hlaupari og mikil spenna framundan. Rúnar náði um mínútu á Hákon í hlaupinu sem dugði ekki til og Hákon kláraði hlaupið á tímanum 1:25:28 og heildartíminn var 4:12:26 sem er nýtt brautarmet og jafnframt besti tími Íslendings í þessari vegalengd. Rúnar fór einnig undir gamla brautarmetið og kláraði á tímanum 4:14:58.

Þess má að lokum geta að af 7 efstu keppendum í karlaflokki voru 4 á Trek Speed Concept hjólum.

Sjá öll úrslit

10. júl 2014 Alovegn & Lauf Midnight Race
9. júl 2014 Lagerhreinsun!
2. júl 2014 Nýtt frá TREK!
1. júl 2014 WOW Race Report
27. jún 2014 WOW Cyclothon
16. jún 2014 Önnur frábær TREK helgi
11. jún 2014 Tíunda skiptið í röð!
1. jún 2014 Góð vika að baki
19. maí 2014 Fyrsta þríþraut ársins
16. maí 2014 Criterium keppni HFR
8. maí 2014 Fyrsta Tímakeppni sumarsins
8. maí 2014 Kæru viðskiptavinir
16. apr 2014 Opnun yfir páskana
16. apr 2014 Tvöfaldur sigur hjá TEAM TREK
27. mar 2014 Vorið er komið!