Gleðilegt nýtt ár!

6. janúar 2015 kl. 22:24

Við þökkum viðskiptin á árinu sem leið og vonum að nýja árið farið vel með ykkur. Vonandi hjólum við fleiri kílómetra á nýja árinu!

“Shut Up, Legs!” (Jens Voigt)

Opnunartími um hátíðarnar

17. desember 2014 kl. 17:10 Jólahjólið Jólahjólið

Opnunartímar yfir jólin eru eftirfarandi:


20.12 Laugardagur 11.00 - 16.00
21.12 Sunnudagur 13.00 - 17.00
22.12 Mánudagur 09.00 - 19.00
23.12 Þorláksmessa 09.00 - 21.00
24.12 Aðfangadagur 09:00 - 12:00
25.12 Jóladagur LOKAÐ
26.12 Annar í jólum LOKAÐ
27.12 Laugardagur 11.00 - 15.00
28.12 Sunnudagur LOKAÐ
29.12 Mánudagur 09.00 - 18.00
30.12 Þriðjudagur 09.00 - 18.00
31.12 Gamlársdagur 09.00 - 12:00
01.01 Nýarsdagur LOKAÐ
02.01 Föstudagur LOKAÐ vegna talningar
03.01 Laugardagur 11.00 - 15.00

Gleðilega hátíð kæru viðskiptavinir!

Jólakveðja

10. desember 2014 kl. 21:35

Kæri viðskiptavinur,Eins og fyrri ár sendum við út jólakveðjur á rafrænu formi og styrkjum gott málefni í stað þess að senda út jólakort eða jólagjafir til viðskiptavina okkar. Í ár varð Samhjálp fyrir valinu.

Um leið viljum við þakka fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða og það er virkilega gaman að sjá hversu ótrúlega margir eru farnir að hjóla allt árið og láta ekkert stoppa sig.

Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Farið nú varlega í jólalátunum og njótum tímans saman um jólin.

Bestu kveðjur, Starfsmenn Arnarins.

Forpöntun 2015

1. október 2014 kl. 11:13

Í október bjóðum við sérkjör á fyrirframpöntuðum 2015 árgerðum af TREK hjólum, kíktu til okkar og skoðaðu úrvalið og verðið. Einnig er hægt að skoða úrvalið á heimasíðu TREK.Fyrirspurnir um verð og fleira skal senda á jt@orninn.is.

Kronborg Járnmaðurinn

18. september 2014 kl. 8:37 Rúnar Örn Rúnar Örn

Um helgina fór fram keppni í hálfum járnmanni í Danmörku, KMD Ironman 70.3 Kronborg. Keppnin er hluti af seríu þar sem keppt er um laus sæti á heimsmeistaramótinu í Austuríki 2015 (Zell am See-Kaprun, Austria 30. ágúst, 2015).

Rúnar Örn hefur keppt í öllum keppnum hér heima og hefur sýnt gríðarlegar framfarir og er orðinn einn besti þríþrautarmaður landsins. Það er erfitt að meta hversu góður árangur næst í keppnum hérlendis nema með því að fara út í alvöru mót og keppa við besta fólkið í greininni.

Margir mjög góðir þríþratuarmenn voru mættir til leiks í keppnnini í Danmörku og Rúnar gerði sér lítið fyrir og náði 2. sæti í sínum aldursflokki (25-29) og varð 6. í heildarkeppninni en þátttakendur voru um 800 talsins í karlaflokki. Tími Rúnars var 4 klst 12 mín og 25 sek sem er einni sekúndu betri tími en Hákon Hrafn náði á Íslandsmeistaramótinu í hálfum járnmanni í sumar. Með þessu vann Rúnar sér þátttökurétt á heimsmeistaramótinu á næsta ári en hann afþakkaði plássið þar sem hann er með önnur metnaðarfull plön fyrir næsta ár.

Rúnar synti 1900m á 29:35, hjólaði 90km á 2:17:50 (39,18 km/klst) og hljóp hálft maraþon á 1:19:23. Glæsilegur árangur hjá Rúnari og frábær endir á keppnistímabilinu.

10. sep 2014 Kölnar Járnmaðurinn
18. ágú 2014 Viðburðarrík vika að baki
11. ágú 2014 Lagerhreinsun út ágúst
1. ágú 2014 Verslunarmannahelgin
17. júl 2014 Íslandsmót í Hálfum Iron Man
10. júl 2014 Alovegn & Lauf Midnight Race
9. júl 2014 Lagerhreinsun!
2. júl 2014 Nýtt frá TREK!
1. júl 2014 WOW Race Report
27. jún 2014 WOW Cyclothon
16. jún 2014 Önnur frábær TREK helgi
11. jún 2014 Tíunda skiptið í röð!
1. jún 2014 Góð vika að baki
19. maí 2014 Fyrsta þríþraut ársins
16. maí 2014 Criterium keppni HFR