Opnunartími um páska

1. apríl 2015 kl. 10:53

1. apríl, miðvikudagur 09.00 - 18.00
2. apríl, Skírdagur LOKAÐ
3. apríl, Föstudagurinn langi LOKAÐ
4. apríl, laugardagur 10.00 - 16.00
5. apríl, Páskadagur LOKAÐ
6. apríl, Annar í páskum LOKAÐ
7. apríl, þriðjudagur 09.00 - 18.00

Gleðilega páska!

Nýjar vörur streyma inn

7. mars 2015 kl. 18:50

Mikil spenna er fyrir komandi viku þar sem hellingur af hjólum og annarri vöru er að detta í hús. Við verðum alla vikuna að setja saman hjól og koma þeim fyrir í búðinni.Nýverið fengum við sendingu af öllum nýjustu aukahlutum frá Bontrager ásamt “high-end” línunni í hjólum frá TREK.

Við höfum fengið mikið af fyrirspurnum af týpum sem hafa verið vinsælar síðustu ár, hafið ykkur hæg, þetta er allt að detta í hús og þið verðið öll farin að hjóla innan skamms :)

Heimasíðan hefur verið uppfærð, sumt er komið á lager og annað er að koma inn í vikunni. Svo ekki hætta að skoða þó vara sé merkt “Uppselt”.

Nú má vorið alveg fara að koma!

Bestu kveðjur, Starfsmenn Arnarins.

BBB Samhjól 1. mars

1. mars 2015 kl. 17:07

Takk fyrir komuna allir þeir sem lögðu leið sína í Faxafenið í dag í Bradwurst, Bacon og Bjór samhjólið okkar í tilefni bjórdagsins! Veðrið lék við okkur og alls streymdu allt að 140 ferskum hjólurum sem eru komnir í hressilegan vorfíling og létu ekki slag standa. Stelpurnar dekruðu við strákana og pössuðu upp á að allir fengu að smakka á afbragspylsum frá Ali og skoluðu því niður með mjöð frá Ölgerðinni.

Skoða fleiri myndir hjá Pedalar

Gleðilegt nýtt ár!

6. janúar 2015 kl. 22:24

Við þökkum viðskiptin á árinu sem leið og vonum að nýja árið farið vel með ykkur. Vonandi hjólum við fleiri kílómetra á nýja árinu!

“Shut Up, Legs!” (Jens Voigt)

Opnunartími um hátíðarnar

17. desember 2014 kl. 17:10 Jólahjólið Jólahjólið

Opnunartímar yfir jólin eru eftirfarandi:


20.12 Laugardagur 11.00 - 16.00
21.12 Sunnudagur 13.00 - 17.00
22.12 Mánudagur 09.00 - 19.00
23.12 Þorláksmessa 09.00 - 21.00
24.12 Aðfangadagur 09:00 - 12:00
25.12 Jóladagur LOKAÐ
26.12 Annar í jólum LOKAÐ
27.12 Laugardagur 11.00 - 15.00
28.12 Sunnudagur LOKAÐ
29.12 Mánudagur 09.00 - 18.00
30.12 Þriðjudagur 09.00 - 18.00
31.12 Gamlársdagur 09.00 - 12:00
01.01 Nýarsdagur LOKAÐ
02.01 Föstudagur LOKAÐ vegna talningar
03.01 Laugardagur 11.00 - 15.00

Gleðilega hátíð kæru viðskiptavinir!

Jólakveðja

10. desember 2014 kl. 21:35

Kæri viðskiptavinur,Eins og fyrri ár sendum við út jólakveðjur á rafrænu formi og styrkjum gott málefni í stað þess að senda út jólakort eða jólagjafir til viðskiptavina okkar. Í ár varð Samhjálp fyrir valinu.

Um leið viljum við þakka fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða og það er virkilega gaman að sjá hversu ótrúlega margir eru farnir að hjóla allt árið og láta ekkert stoppa sig.

Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Farið nú varlega í jólalátunum og njótum tímans saman um jólin.

Bestu kveðjur, Starfsmenn Arnarins.

21. okt 2014 Nagladekkin komin í hús
1. okt 2014 Forpöntun 2015
18. sep 2014 Kronborg Járnmaðurinn
10. sep 2014 Kölnar Járnmaðurinn
18. ágú 2014 Viðburðarrík vika að baki
11. ágú 2014 Lagerhreinsun út ágúst
1. ágú 2014 Verslunarmannahelgin
17. júl 2014 Íslandsmót í Hálfum Iron Man
10. júl 2014 Alovegn & Lauf Midnight Race
9. júl 2014 Lagerhreinsun!
2. júl 2014 Nýtt frá TREK!
1. júl 2014 WOW Race Report
27. jún 2014 WOW Cyclothon
16. jún 2014 Önnur frábær TREK helgi
11. jún 2014 Tíunda skiptið í röð!