Lokað sumardaginn fyrsta

22. apríl 2015 kl. 15:10 Gleðilegt sumar! Gleðilegt sumar!

Kæru viðskiptavinir!

Við viljum benda á það að við verðum með lokað á sumardaginn fyrsta og opnum aftur ferskir að vanda á föstudaginn kl. 09.00.

Gleðilegt sumar!

Vor í lofti

20. apríl 2015 kl. 21:28

Nú er vor í lofti og sumardagurinn fyrsti nálgast, við minnum á að verslunin er lokuð sumardaginn fyrsta svo komið endilega tímalega til að ganga frá sumargjöfinni, nóg til af hjólum og aukahlutum fyrir alla. Hlökkum til að sjá þig!

Viltu vinna Project One?

14. apríl 2015 kl. 21:32 www.projectone.orninn.is www.projectone.orninn.is

Langar þig til að hanna þitt eigið hjól frá grunni að verðmæti rúmlega 1.000.000 króna?

Í tilefni af 90 ára afmæli Arnarins sláum við til leiks og gefum einum heppnum þáttakanda draumahjólið sitt. Sláðu til og sendu okkur draumahjólið, vandaðu valið því það gæti orðið þitt!

Þáttöku lýkur 30. apríl n.k. á miðnætti. Allar upplýsingar um leikinn eru inn á www.projectone.orninn.is, mælum með að lesa leikreglur vel.

Allar tilkynningar og upplýsingar um stöðuna á leiknum verða birtar á fésbókinni og Instagraminu okkar. Endilega fylgstu með!

Örninn á Facebook
Örninn á Instagram

Opnunartími um páska

1. apríl 2015 kl. 10:53

1. apríl, miðvikudagur 09.00 - 18.00
2. apríl, Skírdagur LOKAÐ
3. apríl, Föstudagurinn langi LOKAÐ
4. apríl, laugardagur 10.00 - 16.00
5. apríl, Páskadagur LOKAÐ
6. apríl, Annar í páskum LOKAÐ
7. apríl, þriðjudagur 09.00 - 18.00

Gleðilega páska!

Nýjar vörur streyma inn

7. mars 2015 kl. 18:50

Mikil spenna er fyrir komandi viku þar sem hellingur af hjólum og annarri vöru er að detta í hús. Við verðum alla vikuna að setja saman hjól og koma þeim fyrir í búðinni.Nýverið fengum við sendingu af öllum nýjustu aukahlutum frá Bontrager ásamt “high-end” línunni í hjólum frá TREK.

Við höfum fengið mikið af fyrirspurnum af týpum sem hafa verið vinsælar síðustu ár, hafið ykkur hæg, þetta er allt að detta í hús og þið verðið öll farin að hjóla innan skamms :)

Heimasíðan hefur verið uppfærð, sumt er komið á lager og annað er að koma inn í vikunni. Svo ekki hætta að skoða þó vara sé merkt “Uppselt”.

Nú má vorið alveg fara að koma!

Bestu kveðjur, Starfsmenn Arnarins.

BBB Samhjól 1. mars

1. mars 2015 kl. 17:07

Takk fyrir komuna allir þeir sem lögðu leið sína í Faxafenið í dag í Bradwurst, Bacon og Bjór samhjólið okkar í tilefni bjórdagsins! Veðrið lék við okkur og alls streymdu allt að 140 ferskum hjólurum sem eru komnir í hressilegan vorfíling og létu ekki slag standa. Stelpurnar dekruðu við strákana og pössuðu upp á að allir fengu að smakka á afbragspylsum frá Ali og skoluðu því niður með mjöð frá Ölgerðinni.

Skoða fleiri myndir hjá Pedalar

6. jan 2015 Gleðilegt nýtt ár!
17. des 2014 Opnunartími um hátíðarnar
10. des 2014 Jólakveðja
21. okt 2014 Nagladekkin komin í hús
1. okt 2014 Forpöntun 2015
18. sep 2014 Kronborg Járnmaðurinn
10. sep 2014 Kölnar Járnmaðurinn
18. ágú 2014 Viðburðarrík vika að baki
11. ágú 2014 Lagerhreinsun út ágúst
1. ágú 2014 Verslunarmannahelgin
17. júl 2014 Íslandsmót í Hálfum Iron Man
10. júl 2014 Alovegn & Lauf Midnight Race
9. júl 2014 Lagerhreinsun!
2. júl 2014 Nýtt frá TREK!
1. júl 2014 WOW Race Report