2. bikar í fjallahjólreiðum

12. maí 2015 kl. 16:08 María Ögn. Myndina á Arnold Björnsson. María Ögn. Myndina á Arnold Björnsson.

Í síðustu viku fór fram 2. bikar í fjallahjólreiðum. Að þessu sinni var keppt í Öskjuhlíð en það svæði bíður upp á mjög tæknilegar brautir. Keppt var á örlítið breyttri braut frá því í fyrra en nú var búið að gera hana enn tæknilegri enda kallast hún nú Epic brautin. Hringurinn var 5,3km og töluvert klifur var í hringnum, eða um 120m. Það verður að teljast þokkalegt þar sem Öskjuhlíðin sjálf er ekki nema 60m há og því ljóst lítið var um flata kafla í brautinni. Brautin reyndi því gríðarlega á keppendur.

Í kvennaflokki var spennandi keppni til að byrja með á milli Maríu og Bjarkar en María náði síðan um 20 sek forskoti á síðasta hluta fyrsta hrings. Eftir það jók hún forskotið hratt og hjólaði allar hindranir af miklu öryggi. Hún fór hringina þrjá á 61mín og 37 sek og var nærri þremur mínútum á undan Björk sem varð önnur.

Karlaflokkur fór 5 hringi og þar átti Örninn-TREK tvo fulltrúa, Bjarka og Steinar. Þeir stóðu sig mjög vel og Bjarki pressaði vel á Ingvar fyrstu 3 hringina. Ingvar hélt samt alltaf nægu forskoti sem hann bætti síðan við á síðustu tveimur hringjunum og kom hann rúmlega tveimur mínútum á undan Bjarka í mark á 83 mínútum og 16 sek. Bjarki náði því að snúa á Óskar í þessari keppni en Óskar var á undan Bjarka í fyrstu fjallahjólakeppni sumarsins. Steinar náði 5. sæti í þessari keppni eins og þeirri fyrstu. Góður árangur hjá okkar fólki á fjallahjólunum en næsta fjallahjólakeppni er Bláalónsþrautin sem fer fram eftir mánuð og Örninn mun flytja risaféttir af þeirri keppni þegar nær dregur.

Fyrstu keppnir sumarsins

10. maí 2015 kl. 13:49 Hákon Hrafn. Myndina á Arnold Björnsson. Hákon Hrafn. Myndina á Arnold Björnsson.

Nú er keppnsitímabilið nýhafið og tvær keppnir búnar sem gefa stig til bikarmeistara. Í síðustu viku fór fyrsta fjallahjólakeppnin fram á braut við Rauðavatn sem kölluð er Morgunblaðshringurinn en þetta svæði hefur verið notað fyrir fjallahjólakeppnir í 20 ár og margar þekktar brautir hafa verið lagðar þar. Örninn-TREK átti nokkra fulltrúa í keppninni og í kvennaflokki sigraði María Ögn og Margrét Pálsdóttir varð fjórða. Í karlaflokki varð Bjarki Bjarnason þriðji i á eftir bræðrunum Ingvar og Óskari og Steinar varð í 5. sæti.Á þriðjudag fór svo fyrsta tímakeppni ársins fram sem jafnframt varð fyrsta keppni ársins á malbiki en venjulega er búið að halda eitt hópstart áður. Keppnin fer fram á þríþrautarhjólum með búnaði sem dregur mjög úr vindmótstöðu og þannig nást mun betri tímar en á hefðbundnum götuhjólum. Trek SpeedConcept hjól voru mjög áberandi í þessari keppni. Vindaðstæður voru góðar (mótvindur niður brautina og meðvindur upp hana) en hinsvegar var mjög kalt (2-3 gráður) þrátt fyrir sól.

Í karlaflokki sigraði Hákon Hrafn og Rúnar Örn varð 3. Því miður forfallaðist Birna á síðustu stundu en hún hefur verið ósigrandi í þessari grein síðustu ár. Margrét Páls hélt uppi liðsheiðri Arnarins-Trek með 2. sæti í kvennaflokki á eftir Ölmu Maríu sem sigraði. Í þessari keppni var einnig keppt í götuhjólaflokki og þar sigraði Elvar Örn karlaflokkinn.

Stelpusamhjól Arnarins

10. maí 2015 kl. 11:51 Stelpusamhjól 14. maí 2015 Stelpusamhjól 14. maí 2015

Nú fer að líða að okkar árlega stelpusamhjól í samvinnu við Hjólaþjálfun. Hjólaður verður skipulagður hringur. Hægt verður að velja um styttri leið (18,8 km) og lengri leið (26,0 km) þar sem hjólað verður frá Erninum og endað aftur þar. Strákarnir bjóða stelpunum svo upp á ljúffenga súpu, brauð og desert frá Yndisauka.

Hjólað verður á malbiki svo hægt er að mæta á hvernig hjóli sem er - það er þó hjálmaskylda. Fjölmennum og gerum okkur glaðan dag og reynum að draga mömmur, frænkur og vinkonur með okkur.

Hvar: Örninn Reiðhjólaverslun, Faxafeni 8
Hvenær: Fimmtudaginn 14. maí kl. 10.00 (Lagt af stað stundvíslega þá). Mæting kl. 9.45.

Hér er hægt að lesa nánar um viðburðinn og endilega merkið við mætingu svo það verði nú nóg af súpu fyrir ykkur allar :)

Sjáumst hress!

Lokað sumardaginn fyrsta

22. apríl 2015 kl. 15:10 Gleðilegt sumar! Gleðilegt sumar!

Kæru viðskiptavinir!

Við viljum benda á það að við verðum með lokað á sumardaginn fyrsta og opnum aftur ferskir að vanda á föstudaginn kl. 09.00.

Gleðilegt sumar!

Vor í lofti

20. apríl 2015 kl. 21:28

Nú er vor í lofti og sumardagurinn fyrsti nálgast, við minnum á að verslunin er lokuð sumardaginn fyrsta svo komið endilega tímalega til að ganga frá sumargjöfinni, nóg til af hjólum og aukahlutum fyrir alla. Hlökkum til að sjá þig!

Viltu vinna Project One?

14. apríl 2015 kl. 21:32 www.projectone.orninn.is www.projectone.orninn.is

Langar þig til að hanna þitt eigið hjól frá grunni að verðmæti rúmlega 1.000.000 króna?

Í tilefni af 90 ára afmæli Arnarins sláum við til leiks og gefum einum heppnum þáttakanda draumahjólið sitt. Sláðu til og sendu okkur draumahjólið, vandaðu valið því það gæti orðið þitt!

Þáttöku lýkur 30. apríl n.k. á miðnætti. Allar upplýsingar um leikinn eru inn á www.projectone.orninn.is, mælum með að lesa leikreglur vel.

Allar tilkynningar og upplýsingar um stöðuna á leiknum verða birtar á fésbókinni og Instagraminu okkar. Endilega fylgstu með!

Örninn á Facebook
Örninn á Instagram

1. apr 2015 Opnunartími um páska
7. mar 2015 Nýjar vörur streyma inn
1. mar 2015 BBB Samhjól 1. mars
6. jan 2015 Gleðilegt nýtt ár!
17. des 2014 Opnunartími um hátíðarnar
10. des 2014 Jólakveðja
21. okt 2014 Nagladekkin komin í hús
1. okt 2014 Forpöntun 2015
18. sep 2014 Kronborg Járnmaðurinn
10. sep 2014 Kölnar Járnmaðurinn
18. ágú 2014 Viðburðarrík vika að baki
11. ágú 2014 Lagerhreinsun út ágúst
1. ágú 2014 Verslunarmannahelgin
17. júl 2014 Íslandsmót í Hálfum Iron Man
10. júl 2014 Alovegn & Lauf Midnight Race