Trainerdagar!

7. janúar 2016 kl. 9:25

25% afsláttur af öllum trainerum og 40% af völdum sýniseintökum. Komdu og gerðu góð kaup!

Forsala 2016

23. nóvember 2015 kl. 9:20

Nú er tækifærið til að tryggja sér hjól í forpöntun fyrir 2016 fram til 15.Des. Forpöntunarverð er besta mögulega verð sem við getum boðið. Endilega kíkið til okkar! Fyrirspurnir á jt@orninn.is

Lagersala!

4. nóvember 2015 kl. 16:51

Erum með rýmingarlagersölu á æfingabekkjum, handlóðum, lóðaplötum, ketilbjöllum og fleira! Komdu og gerðu góð kaup!

Fullt hús úr tímakeppnum sumarsins!

28. ágúst 2015 kl. 19:43 Birna & Hákon. Victor Þór Sigurðsson tók myndina. Birna & Hákon. Victor Þór Sigurðsson tók myndina.

Síðasta tímakeppni sumarsins fór fram á miðvikudaginn þegar Cube-prologue númer 4 fór fram á Krýsuvíkurmalbikinu fyrir ofan iðnaðarsvæðið á Völlunum í Hafnarfirði. Sú mótaröð er stigakeppni þar sem þrjár af fjórum keppnum telja til stiga. Birna og Hákon unnu þessa mótaröð með fullt hús stiga í flokki þríþrautarhjóla.

Einnig var keppt í flokki götuhjóla og þar vann Elvar Örn heildarkeppnina. Stefán Haukur kom einnig sterkur inn þar, byrjaði rólega en vann sig upp töfluna þegar leið á sumarið og endaði í 6. sæti.

Íslandsmótið í tímakeppni fór fram föstudaginn 14. ágúst á hefðbundinni 20 km braut á Krýsuvíkurmalbikinu. Keppnin átti upphaflega að fara fram kvöldið áður en var frestað vegna mikilla sviptivinda efst á brautinni. Aðstæður á föstudagskvöldinu voru mun betri þó að mikil úrkoma hafi hægt aðeins á keppendum.

Í kvennaflokki varð Birna Íslandsmeistari fjórða árið í röð. Hún hjólaði 20km vegalengd á tímanum 30:45 (meðalhraði 39,0km/klst). Margrét Pálsdóttir varð í þriðja sæti, tveimur mínútum á eftir Birnu.

Í karlaflokki var mjög hörð keppni um sigurinn en það var Hákon Hrafn sem vann að lokum og varð Íslandsmeistari í þriðja skipti á síðustu 4 árum. Hann hjólaði sömu vegalengd á tímanum 27:04 (meðalhraði 44,4km/klst). Þau urðu jafnframt bikarmeistarar Hjólreiðasambands Íslands.

17. ágú 2015 Skólatilboð!
29. júl 2015 Lokað 1. ágúst
23. júl 2015 Endurkoma Hafsteins
16. júl 2015 Skýrsla úr Gullhringnum
9. júl 2015 Hörð keppni í þríþrautinni
6. júl 2015 Heiðmerkuráskorun 2015
25. jún 2015 TREK sigursælt!
10. jún 2015 Skráningargögn - Bláa Lóns þrautin
21. maí 2015 Heimsókn frá leikskólanum Arnarsmára
20. maí 2015 Hjálmadagar!
18. maí 2015 HFR Criterium
12. maí 2015 Fyrsta þríþraut sumarsins
12. maí 2015 2. bikar í fjallahjólreiðum
10. maí 2015 Fyrstu keppnir sumarsins
10. maí 2015 Stelpusamhjól Arnarins