Opnun yfir páskana

16. apríl 2014 kl. 18:23

Þó nokkuð af frídögum er í apríl og opið er sem hér segir:

16. apríl, miðvikudagur 09.00 - 18.00
17. apríl, Skírdagur LOKAÐ
18. apríl, Föstudagurinn langi LOKAÐ

19. apríl, laugardagur 10.00 - 16.00
20. apríl, Páskadagur LOKAÐ
21. apríl, Annar í páskum LOKAÐ

22. apríl, þriðjudagur 09.00 - 18.00
23. apríl, miðvikudagur 09.00 - 18.00
24. apríl, Sumardagurinn fyrsti LOKAÐ
25. apríl, föstudagur 09.00 - 18.00
26. apríl, laugardagur 10.00 - 16.00

Venjulegur opnunartími eftir það.

Gleðilega páska!

Tvöfaldur sigur hjá TEAM TREK

16. apríl 2014 kl. 18:20 Hákon og Birna - mynd: egill@myndval.is Hákon og Birna - mynd: egill@myndval.is

Tvöfaldur sigur hjá TEAM TREK í fyrstu vorkeppninni

Nú styttist í sumarið og fyrsta vorkeppnin fór fram um síðustu helgi. Tvíþrautin í Heiðmörk markar upphafið á keppnistímabilinu í tví- og þríþrautum og hefur gert það síðan 2004. Keppt er á sömu braut á haustin sem lokar keppnistímabilinu og í haust mun keppnin eiga 10 ára afmæli.

Heiðmerkurtvíþraut samanstendur af 3,8km hlaupi á skógarstígum að mestu, síðan 15km hjóli á malarvegi og svo aftur sömu hlaupaleið. Keppnin um síðustu helgi fór fram við ágætar aðstæður miðað við árstíma. Hjólaleiðin var mjög góð en smá snjór og drulla var á hlaupaleiðinni inn í skóginum.

TEAM TREK átti tvo keppendur í þrautinni að þessu sinni, þau Birnu og Hákon. Birna vann kvennaflokkinn nokkuð örugglega á tímanum 1:07:36 og Hákon vann karlaflokkinn einnig örugglega á 57:07 sem er jafnframt bæting á hans eigin brautarmeti um 38 sek. Þetta var í níunda skipti sem Hákon vinnur þessa þraut. Úrslit úr fyrstu keppni ársins lofa því góðu fyrir sumarið.

Til hamingju Birna og Hákon!

Vorið er komið!

27. mars 2014 kl. 17:26 mynd mynd

Vorum að taka upp nokkra gáma af hjólum, bæði fullorðins og barna. Komdu í heimsókn og skoðaðu úrvalið, nú eða skoðar það hér á heimasíðunni.

Íþróttafólk ársins 2013

31. desember 2013 kl. 11:13 María, Hafsteinn, Hákon & Birna María, Hafsteinn, Hákon & Birna

Um helgina heiðraði ÍSÍ íþróttafólk ársins 2013 í þeim íþróttagreinum sem eru innan ÍSÍ.

Örninn Trek átti fjóra fulltrúa á þessari heiðurssamkomu en það voru María Ögn Guðmundsdóttir, hjólreiðakona ársins, Hafsteinn Ægir Geirsson, hjólreiðamaður ársins, Birna Björnsdóttir, þríþrautarkona ársins og Hákon Hrafn Sigurðsson, þríþrautarmaður ársins.

Þetta íþróttafólk skaraði fram úr í sumar og hvert um sig náði að vinna a.m.k. tvo íslandsmeistaratitla auk þess að verða öll stigameistarar í sínum greinum. Sannarlega glæsilegt ár fyrir Örninn TREK og stefnan er sett enn hærra á nýju ári.

Jólakveðja

23. desember 2013 kl. 11:30

Kæri viðskiptavinur.


Við óskum þér og þínum bestu óskir um gleðileg jól og farsældar á komandi ári. Við þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða og sjáumst í stuði á því næsta.


Bestu kveðjur,

Starfsmenn Arnarins.

Opnunartími yfir hátíðarnar

19. desember 2013 kl. 11:40 Jólahjól Jólahjól

Opnunartímar yfir jólin eru eftirfarandi:


20.12 Föstudagur 09.00 - 18.00
21.12 Laugardagur 11.00 - 18.00
22.12 Sunnudagur 13.00 - 17.00
23.12 Þorláksmessa 09.00 - 21.00
24.12 Aðfangadagur 09.00 - 12.00
25.12 Jóladagur LOKAÐ
26.12 Annar í jólum LOKAÐ
27.12 Föstudagur 09.00 - 18.00
28.12 Laugardagur 11.00 - 15.00
29.12 Sunnudagur LOKAÐ
30.12 Mánudagur 09.00 - 18.00
31.12 Gamlársdagur 09.00 - 12.00
01.01 Nýársdagur LOKAÐ
02.01 Fimmtudagur LOKAÐ vegna talningar
03.01 Föstudagur 09.00 - 18.00

Gleðilega hátíð kæru viðskiptavinir!