TREK sigursælt!

25. júní 2015 kl. 14:35 Örninn TREK 1. sæti í B-flokki. Örninn TREK 1. sæti í B-flokki.

WOW Cyclothon 2015

Við óskum liðinu okkar, Örninn TREK, til hamingju með sigurinn í B-flokki WOW Cyclothon 2015 (10 manna lið). Hjólaðir voru alls 1358 kílómetrar sem strákarnir kláruðu á rétt tæplega 36 klukkustundum og 52 mínútum á meðalhraðanum 36,84 km/klst.

HFR Ungliðar, hlaðið hörkutólum, veittu liðinu mikla keppni og komu í mark rétt á eftir. Liðin tvö hjóluðu saman nánast allan hringinn í samfloti og skildu einungis rúmlega 6 mínútur liðin að. Burt séð frá úrslitum, þreytu og svitalykt ljómuðu bæði lið og brostu sínu breiðasta, enda mikið afrek að baki – Til hamingju HFR Ungliðar!

Í A-flokki (4 manna lið) sigruðu Eldfljótir, þeir Anton Örn, Davíð Þór, Kári og Rúnar Karl. Þess má geta að Rúnar Karl er í Örninn TREK liðinu en hjólaði með Eldfljótum í þetta skiptið. Þeir hjóluðu hringinn á 38 klukkustundum og 44 mínútum á meðalhraðanum 35,06 km/klst.

Hluti af stelpunum úr liðinu okkar mynduðu liðið HFR/Renault í B-flokki, þær María Ögn, Guðrún, Margrét og Guðbjörg. Þær voru fyrsta liðið, sem skipað var einungis af kvennmönnum, sem kom í mark. Enduðu í 18. sæti í heildina á tímanum 42 klukkustundum og 46 mínútum á meðalhraðanum 31,75 km/klst.

Við óskum Hjólakrafti innilega til hamingju með frábæran árangur. Hvorki fleiri né færri en 4 lið frá Hjólakrafti lögðu leið sína í keppnina að þessu sinni sem er 300% aukning frá því í fyrra - geri aðrir betur! Það hefur verið okkur sönn ánægja og heiður að vinna með öllu því frábæra fólki sem skipar Hjólakraft. Orkan og gleðin, sem skín úr hverju andliti, myndi sjálfsagt duga til að koma mönnuðu geimfari til tunglsins og tilbaka. Þorvaldur Daníelsson og félagar hafa fært fjöll með þessu einstaka framtaki sínu með óþrjótandi uppsprettu af óbilandi trú og jákvæðni. Hjólakraftur er komin til að vera og mun halda áfram að hjóla sig inn í hjörtu landsmanna. Okkur hlakkar mikið til að vinna með þessu magnaða fólki í WOW keppninni á næsta ári.

TREK hjólin voru sigursæl í Cyclothon í ár. Af 24 hjólum, í 1. og 2. sæti í B-flokki og 1. sæti í A-flokki voru 18 TREK hjól, eða 75%. Ásamt því eru nánast allir í Hjólakraft á TREK hjólum.

Þeir sem hjóluðu fyrir Örninn TREK í ár voru eftirfarandi: (Í röð frá mynd) Hákon Hrafn Sigurðsson – TREK Émonda SLR 8 Steinar Þorbjörnsson – TREK Émonda SL 6 Elli Cassata – TREK Domane 5 Series P1 Valgarður Guðmundsson – TREK Émonda SLR Bjarki Bjarnason – TREK Domane 5.2 / TREK Fuel 9.9 Árni Már Jónsson – TREK Madone 7.9 Rúnar Örn Ágústsson – TREK Émonda SL P1 Stefán Haukur Erlingsson – TREK Émonda SLR P1 Elvar Örn Reynisson – TREK Émonda SL Hafsteinn Ægir Geirsson – TREK Émonda SLR HFR/Renault stelpurnar hjóla á: María Ögn Guðmundsdóttir – TREK Madone 6 Series SSL Guðrún Sigurðardóttir – TREK Émonda SL 6 Margrét Pálsdóttir – TREK Madone 4.5 WSD Guðbjörg Halldórsdóttir – TREK Domane 6.9 WSD

Örninn óskar keppendum sem hafa nú þegar klárað keppni og eru alveg við það að klára til hamingju með árangurinn! Þetta snýst fyrst og fremst að hafa gaman og gera sitt besta – Þið eruð öll sigurvegarar!

14. sep 2016 Nagladekk
14. sep 2016 Tækin komin.
22. mar 2016 Opnunartími yfir páskana
29. feb 2016 Trainer tilboð!
7. jan 2016 Trainerdagar!
23. nóv 2015 Forsala 2016
4. nóv 2015 Lagersala!
29. okt 2015 Nóg til af trainerum!
27. sep 2015 Nagladekkin komin
28. ágú 2015 Fullt hús úr tímakeppnum sumarsins!
17. ágú 2015 Skólatilboð!
29. júl 2015 Lokað 1. ágúst
23. júl 2015 Endurkoma Hafsteins
16. júl 2015 Skýrsla úr Gullhringnum
9. júl 2015 Hörð keppni í þríþrautinni