Íslandsmótið í TT

6. júlí 2017 kl. 13:04 Rúnar, Hákon & Hafsteinn Rúnar, Hákon & Hafsteinn

Íslandsmótið í tímatöku (e. timetrial) fór fram í síðustu viku á Krýsvuíkurmalbiki við mjög góðar aðstæður. Keppt var á hefðbundinni 20km braut en þar hefur íslandsmótið farið fram síðustu 10 ár.

Örninn-Trek er með nokkra tímatökusérfræðinga í sínu liði sem mættu ferskir til leiks í meistaraflokki karla. Hákon, Rúnar og Hafsteinn börðust um sigurinn og litlu munaði á þeim eftir fyrstu 5km. Hákon bæti síðan við forskotið á næstu 15km og Rúnar náði einnig að halda góðum hraða. Hákon vann á tímanum 26:13 sem er nýtt brautarmet með meðalhraða 45,9 km/klst sem er mesti hraði sem náðst hefur í tímatöku í þessari vegalengd á Íslandi. Rúnar Örn varð 2. á tímanum 26:28 og Hafsteinn 3. á tímanum 26:55. Stefán Haukur varð 7. á tímanum 28:34. Þeir hjóla allir á Trek SpeedConcept.

Sæmundur sigraði unglingaflokkinn á Trek Madone götuhjóli á tímanum 30:36.

Til hamingju allir!

Páskar 2017

12. apríl 2017 kl. 12:25

Opnunartími yfir páskana er sem hér segir:

Fimmtudagur 13. apríl - LOKAÐ
Föstudagur 14. apríl - LOKAÐ
Laugardagur 15. apríl - opið frá 10.00 - 16.00
Sunnudagur 16. apríl - LOKAÐ
Mánudagur 17. apríl - LOKAÐ
Þriðjudagur 18. apríl - opið frá 10.00 - 18.00
Miðvikudagur 19. apríl - opið frá 10.00 - 18.00
Fimmtudagur 20. apríl - LOKAÐ
Föstudagur 21. apríl - opið frá 10.00 - 18.00
Laugardagur 22. apríl - opið frá 10.00 - 16.00

Svo tekur við venjulegur opnunartími - Gleðilega páska!

Örninn TREK á Tenerife

23. febrúar 2017 kl. 12:57 Hjördís Ýr & Hákon Hrafn Hjördís Ýr & Hákon Hrafn

Sú hefð hefur skapast meðal hjólreiðafólks á Íslandi að fljúga suður á bóginn og stunda hjólreiðar í heitu löndunum í skemmri eða lengri tíma yfir vetrarmánuðina. Liðsmenn Arnarins-Trek eru þar engin undantekning og hafa stundað heitulandahjólreiðar með góðum árangri undanfarin ár. Þríþrautarfólk ársins 2016, Hjördís Ýr og Hákon Hrafn voru að koma frá Tenerife þar sem þau náðu mjög góðum þríþrautaræfingum við bestu aðstæður. Fyrir áhugafólk um Strava má geta þess að Hjördís Ýr var að ná mjög góðum tímum upp helstu klifur á eyjunni og átti nokkur QOM (Queen of the Mountain). Í gær mættu svo Bjarki, Hafsteinn, Steinar og Elvar á eyjuna og Rúnar Örn flaug út í dag. Semsagt nóg að gera hjá okkar fólki á Tenerife.
Bjarki, Elvar, Hafsteinn & Steinar

Nagladekk

14. september 2016 kl. 15:27

Nú eru nagladekkin frábæru frá Suomi komin í hús.

Kíktu á úrvalið hér

Tækin komin.

14. september 2016 kl. 14:49

Nú er komin ný lína af þrektækjum í hús og allt uppsett í versluninni.

Endilega skoðið úrvalið hér á síðunni eða kíkið í heimsókn til okkar í Faxafen 8.

Frábær verð vegna gengisstyrkingar kónunnar.

Skoðið úrvalið hér.

Opnunartími yfir páskana

22. mars 2016 kl. 11:05

Opnunartími yfir páskana er sem hér segir:

Miðvikudagur 23. mars opið frá 10.00 - 18.00
Fimmtudagur 24. mars LOKAÐ
Föstudagur 25. mars LOKAÐ
Laugardagur 26. mars opið frá 10.00 - 16.00
Sunnudagur 27. mars LOKAÐ
Mánudagur 28. mars LOKAÐ
Þriðjudaginn 29. mars opið frá 10.00 - 18.00

Gleðilega páska!

29. feb 2016 Trainer tilboð!
7. jan 2016 Trainerdagar!
23. nóv 2015 Forsala 2016
4. nóv 2015 Lagersala!
29. okt 2015 Nóg til af trainerum!
27. sep 2015 Nagladekkin komin
28. ágú 2015 Fullt hús úr tímakeppnum sumarsins!
17. ágú 2015 Skólatilboð!
29. júl 2015 Lokað 1. ágúst
23. júl 2015 Endurkoma Hafsteins
16. júl 2015 Skýrsla úr Gullhringnum
9. júl 2015 Hörð keppni í þríþrautinni
6. júl 2015 Heiðmerkuráskorun 2015
25. jún 2015 TREK sigursælt!
10. jún 2015 Skráningargögn - Bláa Lóns þrautin